Um Nóa Síríus
Sæt saman í 100 ár!
Við erum svo lánsöm að hafa fengið tækifæri til að vaxa með þjóðinni frá því snemma á síðustu öld og byggir starfsemi okkar þess vegna á afar traustum grunni. Hjá okkur starfar samhentur hópur um 150 starfsmanna sem hefur það sameiginlega markmið að gleðja bragðlauka þjóðarinnar. Til þess framleiðum við fjölda sælgætistegunda í glæsilegum húsakynnum okkar að Hesthálsi 2-4.
Síríus súkkulaðið hefur verið ómissandi hluti af hátíðarstundum Íslendinga í tæp níutíu ár en það er svo sannarlega ekki eina gleðiefnið sem ratar af færiböndum okkar. Ljúffengur lakkrís, trylltir trítlar, gómsætar kúlur og klassísku súkkulaðirúsínurnar eru bara nokkur dæmi um framleiðsluvörur okkar. Ekki má heldur gleyma Opal og Tópas töflunum og Háls brjóstsykrarnir gleðja alla góða hálsa. Fyrir allra sérstökustu stundirnar bjóðum við svo klassíska Nóa konfektið og hin ómissandi páskaegg sem gera páskana að einni eftirlætis hátíð þjóðarinnar.
Vöruþróun er okkur í blóð borin og nýjungar líta reglulega dagsins ljós í hillum verslana, Íslendingum til mikillar ánægju. Að auki erum við umboðsaðilar fyrir Kellogg´s morgunkorn, Pringles flögur og Valor súkkulaði.