Fréttir

Nói Siríus tekur við BUBS
15.10.24
Þann 1.september sl. tók Nói Siríus við sænska vörumerkinu BUBS. Sælgætisvörur BUBS hafa heldur betur slegið í gegn á undanförum árum en fyrirtækið hefur frá upphafi lagt áherslu á skemmtilega samsetningu ólíkra braðgtegunda. Allar vörur BUBS eru framleiddar við hátækniaðstæður í sjálfvirkum vélum sem drifnar eru áfram af sólarorku, enda eru sjálfbærni og umhverfissjónarmið lykilmarkmið þeirra í rekstri. BUBS vörurnar eru allar gelatín fríar (vegan), með engum AZO litarefnum, engri pálmaolíu og fairtrade. Við erum virkilega spennt að fá þetta flotta vörumerki í okkar raðir og er þetta frábær viðbót við okkar sælgætisborð. Frekari vöruúrval er að finna hér: noi.is/bubs/

Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri!
30.09.24
Við erum stolt að greina frá því að Nói Siríus hefur hlotið viðurkenninguna „Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri“ árið 2024. Nói Siríus er á meðal 2,4% íslenskra fyrirtækja sem uppfylla ströng skilyrði Keldunnar og Viðskiptablaðsins til að fá þessa eftirsóttu viðurkenningu. Við erum virkilega stolt af þessum árangri og þökkum okkar fólki sem gerir þetta mögulegt.

Sigríður Hrefna ráðin forstjóri Nóa Síríusar
08.11.23
Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir hefur verið ráðin nýr forstjóri Nóa Síríusar. Þóra Gréta Þórisdóttir sem verið hefur tímabundið starfandi forstjóri mun á sama tíma hverfa aftur til fyrri starfa sem fjármálastjóri Nóa Síríusar.