Stefnur Nóa Síríus

Jafnlaunastefna

Jafnlaunastefna Nóa Síríusar er órjúfanlegur hluti af launastefnu fyrirtækisins. Markmiðið með stefnunni er að tryggja öllu starfsfólki jöfn laun og kjör fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Nói Síríus skuldbindur sig til að fylgja þeim lögum og reglum sem í gildi eru hverju sinni sem tengjast þeirri meginreglu að greiða skuli jöfn laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf óháð kyni. Fyrirtækið hefur sett sér jafnlaunamarkmið, skjalfest jafnlaunakerfi og með því tryggt að stöðugar umbætur, nauðsynlegt eftirlit og viðbrögð ef upp koma frávik í jafnlaunakerfinu. Æðstu stjórnendur rýna jafnlaunakerfið árlega, þar sem farið er yfir árangur jafnlaunakerfisins, jafnlaunamarkmið rýnd og gerðar breytingar ef þörf er á.

Jafnlaunastefnan er unnin í samræmi við lög nr. 150/2020 og skv. jafnlaunastaðlinum ÍST 85.

 

Nói Síríus skuldbindur sig til að:

  • Innleiða, skjalfesta og viðhalda vottuðu jafnlaunakerfi sem byggist á jafnlaunastaðlinum ÍST 85.
  • Fylgja viðeigandi lagalegum kröfum og öðrum kröfum sem í gildi eru og áhrif hafa á  jafnlaunakerfið og staðfesta árlega að þeim sé hlítt
  • Framkvæma árlega launagreiningu þar sem borin eru saman jafnverðmæt störf og kanna hvort það mælist munur á launum eftir kyni og bregðast við sé þess þörf
  • Bregðast við óútskýrðum launamun með stöðugum umbótum og eftirliti
  • Kynna stefnuna reglulega fyrir öllum starfsmönnum fyrirtækisins og að hafa stefnuna aðgengilega á vefsíðu fyrirtækisins
  • Setja fram og rýna jafnlaunamarkmið árlega, þá er framkvæmd innri úttekt og haldin rýni stjórnenda

 

Stefna þessi nær til allra starfsmanna Nóa Síríusar.

 

Reykjavík, 15.2.2023

Samþykkt af framkvæmdaráði

Starfsmannahópur Nóa Síríus