Kökubæklingur 2018

Kökubæklingur Nóa Síríus 2018 er kominn í verslanir, en bæklingurinn var að þessu sinni unninn í samstarfi við enga aðra en Evu Laufeyju Kjaran! Kökubæklingurinn er stútfullur af glæsilegum, gullfallegum og gómsætum uppskriftum, ásamt því að vera skreyttur fallegum myndum. Bæklingurinn er fáanlegur í öllum helstu verslunum, en hér að neðan deilum við með ykkur einni af þeim fjölmörgu uppskriftum sem hann hefur upp á að bjóða!

recipe pic

Súkkulaðisæla
þreföld súkkulaðibrownie með súkkulaðiís fyrir 6 - 8

Hráefni:

BROWNIE
150 g smjör • 250 g Síríus suðusúkkulaði • 200 g sykur • 2 stór egg • 100 g hveiti • 1 tsk vanillusykur 2 msk Síríus kakóduft • 70 g hnetur eða möndlur • 70 g Síríus suðusúkkulaði, smátt saxað • 70 g Síríus hvítir súkkulaðidropar

SÚKKULAÐIÍS
5 eggjarauður • 10 msk sykur • 400 ml rjómi • 100 g saxað Síríus suðusúkkulaði 100 g Nóa Mega Kropp með karamellubragði • 60 g Síríus karamellukurl • 1 tsk vanilludroparAðferð

BROWNIE
Forhitið ofninn í 170°C (blástur). Bræðið smjör við vægan hita, saxið suðusúkkulaði og bætið því við smjörið og leyfið því að bráðna í smjörinu. Takið pottinn af hellunni og leyfið súkkulaðiblöndunni að kólna. Þeytið saman egg og sykur þar til blandan verður létt og ljós. Bætið vanillu, hveiti og kakói saman við og hrærið þar til deigið er silkimjúkt. Hellið súkkulaðiblöndunni varlega saman við og setjið saxaðar möndlur eða hnetur, saxað suðusúkkulaði og hvíta súkkulaðidropa saman við með sleikju. Hellið deiginu í pappírsklætt form (20×20 cm). Bakið við 170°C í 30 mínútur. Berið fram með súkkulaðiís og njótið.

SÚKKULAÐIÍS
Þeytið saman eggjarauður og sykur þar til blandan verður létt og ljós. Hrærið léttþeyttum rjóma saman við með sleikju. Bætið söxuðu suðusúkkulaði, hökkuðu Mega Kroppi, karamellukurli og vanilludropum við og blandið vel saman. Hellið ísblöndunni í skál og setjið inn í frysti í nokkrar klukkustundir. Berið fram með kökunni.