recipe pic

Dökkar og ljúffengar súkkulaði-bollakökur

Innihald

150 g smjör í litlum bitum
200 g Síríus Konsum súkkulaði, 70%
120 g ljós púðursykur
5 egg, aðskilin
70 g hveiti
1 tsk. lyftiduft
ögn af salti

Hugmyndir af góðgæti til að bæta út í deigið
þegar það er tilbúið til baksturs:t.d. 100 g Síríus Konsum rjómasúkkulaði með hnetum í bitum eða
Nóa sprengjur að eigin vali, fínsaxaðar eða Tromp í litlum bitum.

Leiðbeiningar

Til að skreyta bollakökurnar:
mulinn brjóstsykur, súkkulaðikrem í ýmsum litum, súkkulaðihjúpur, konfekt, ávextir, súkkulaðispænir og -skraut.

Hitið ofninn í 170C. Bræðið saman smjör og súkkulaði við vægan hita. Takið af hitanum. Hrærið sykurinn út í og þeytið eggjarauðurnar saman við, eina í einu. Blandið því næst hveiti og lyftidufti saman við. Stífþeytið eggjahvíturnar með ögn af salti og blandið þeim varlega saman við súkkulaðiblönduna með sleikju. Setjið deigið í múffuform og bakið í 17-20 mínútur í miðjum ofninum. Kælið kökurnar áður en þær eru skreyttar með súkkulaðikremi og nammi.

SJÁ ÖLL UPPSKRIFT