recipe pic

Konfektkökur

Innihald

150 g Sríus Rjómasúkkulaði með appelínubragði
50 g mjúkt núggat (blød nougat) frá Carletti
100 g Kelloggs kornflögur muldar
50 g möndlur, gróft saxaðar

Leiðbeiningar

Bræðið súkkulaði og núggat yfir vatnsbaði og kælið aðeins. Blandið kornflögum og möndlum saman við, setjið með teskeið á smjörpappír eða í lítil konfektmót og kælið.
Appelsínusíróp:
3 msk sykur
2 msk appelsínusafi
rifinn börkur af 1-2 appelsínum

Setjið sykur og appelsínusafa í pott og látið sjóða við vægan hita þar til sírópið þykknar aðeins. Rífið appelsínubörkinn og sjóðið hann stutta stund í sírópinu. Takið börkinn svo upp úr, kælið hann og þerrið vel. Setjið svolítinn börk ofan á hvern mola.

SJÁ ÖLL UPPSKRIFT