recipe pic

Konfektskeljar

Innihald

3 dl hveiti
¾ dl maizena-mjöl
¾ dl flórsykur
1 tsk vanillusykur
150 g smjör
1½ msk síróp

Fylling:

1 dl rjómi
½ dl mjólk
150 g Síríus Konsum Orange
1 eggjarauða

Leiðbeiningar

Setjið allt hráefnið í skál og hnoðið vel saman. Smyrjið lítil kringlótt form og þrýstið deiginu í formin. Takið svolítið deig frá, fletjið það út og stingið út litlar kökur til að nota eins og lok ofan á súkkulaðifyllinguna. Bakið skeljarnar og litlu kökurnar við 180°C í 7-8 mínútur og kælið síðan.

Setjið rjóma og mjólk í pott og látið suðuna koma upp. Bætið appelsínusúkkulaðinu út í og bræðið. Kælið súkkulaðimassann mjög vel og hrærið vel í honum áður en eggjarauðunni er blandað vel saman við. Fyllið bökuðu formin með súkkulaðimassanum og setjið eina kringlótta köku ofan á hverja fyllta skel.  Stráið flórsykri yfir kökurnar áður en þær eru bornar fram.

SJÁ ÖLL UPPSKRIFT