recipe pic

Orange-súkkulaði-smákökur

Innihald

250 g smjör, mjúkt

100 g muscovado-sykur

50 g hrásykur

300 g hveiti

2 msk nýmjólk

175 g Síríus Konsum Orange súkkulaði, gróft saxað

50 g pekanhnetur, grófsaxaðar

Leiðbeiningar

Hitið ofninn í 160°C. Hrærið smjör, muscovado-sykur og hrásykur mjög vel saman. Blandið hveitinu og mjólkinni saman við og síðan söxuðu súkkulaði og hnetum. Breiðið bökunarpappír á bökunarplötu og setjið deigið í litlar hrúgur á pappírinn með tveimur te-skeiðum. Fletjið það svolítið út með blautum fingurgómum. Stærðin fer eftir smekk hvers og eins en þessar kökur mega gjarnan vera dálítið stórar. Bakið þær ofarlega í ofni í 15–20 mínútur. Látið kökurnar kólna vel áður en þær eru settar í box.

SJÁ ÖLL UPPSKRIFT