
Rokkarar
Innihald
250 g smjör
1 dl sykur
4 1/2 dl hveiti
1/2 dl Konsum kakó
Marengs:
2 eggjahvítur
1 1/2 - 2 dl sykur
Leiðbeiningar
Hrærið saman smjörið og sykurinn þar til það er létt og ljóst. Bætið hveitinu og kakóinu út í og kælið. Stífþeytið eggja-hvíturnar, bætið sykrinum út í og þeytið vel. Skiptið deiginu í tvennt og fletjið þunnt út á bökunarpappír. Smyrjið marengsinum á og rúllið upp. Geymið innpakkað á köldum stað í a.m.k. 1/2 klst. Skerið í 1 sm þykkar sneiðar og bakið við 200°C í 5 mín., lækkið þá hitann í 175°C og bakið í 8-10 mín. í viðbót.