recipe pic

Smákökur með Kónga Brjóstsykri

Innihald

2 eggjarauður
150 g sykur
2 msk rjómi
250 g lint smjör eða smjörlíki
350 g hveiti


Möndlumassi:
2 eggjahvítur
75 g sykur
100 g afhýddar möndlur, fínmalaðar
6 stk Nóa kónga brjóstsykur

Leiðbeiningar

Þeytið eggjarauður og sykur þar til það verður létt og ljóst. Bætið rjómanum varlega út í og síðan er lint smjör og hveiti hrært saman við til skiptis. Hnoðið deigið vel og geymið það í kæli í 2 tíma. Fletjið deigið út og stingið út með þar til gerðu járni eða glasi 3-4 mm þykkar kökur. Raðið kökunum á bökunarpappír.

Stífþeytið eggjahvítur og sykur og bætið fínmöluðu möndlunum og mulda brjóstsykrinum saman við. Setjið lítinn topp af möndlumassanum ofan á hverja köku með teskeið og bakið kökurnar við 200°C í 7-8 mínútur.


Stífþeytið eggjahvítur og sykur og bætið fínmöluðu möndlunum og mulda brjóstsykrinum saman við. Setjið lítinn topp af möndlumassanum ofan á hverja köku með teskeið og bakið kökurnar við 200°C í 7-8 mínútur.

SJÁ ÖLL UPPSKRIFT