recipe pic

Súkkulaðiskraut

Innihald

Leiðbeiningar

Hægt er að búa til fallegt súkkulaðiskraut og fígúrur með bræddu súkkulaði.
Til að súkkulaðið verði með fallega áferð þegar það storknar þarf að tempra súkkulaðið en það er bræðsluaferð sem byggist á því að hita súkkulaðið ekki yfir 32¢ªC og kæla það niður með fínsöxuðu óbræddu súkkulaði.

Leggið smjörpappír á skurðabrett og sléttið vel úr pappírnum. Gott er að væta neðri hliðina á smjörpappírnum með smá vatni í köntunum til að festa pappírinn niður. Sprautið form og fígúrur að eigin vild, einnig er hægt að sprauta myndir og form beint á kökurnar.

Þegar búið er að sprauta súkkulaðinu er það látið storkan á köldum stað t.d. í kæliskáp.

Losið súkkulaðið varlega af pappírnum með þunnu hnífsblaði eða spaða. Til að festa súkkulaðiskrautið er því stungið niður í kremið.

Ef yfirborðið er þurr og hart er hægt að nota afganginn af brædda súkkulaðinu til að festa það við kökurnar.

Einnig er hægt að pensla bráðnu súkkulaði, hvítu eða dökku, neðan á hrein og þurr laufblöð s.s. rósablöð og kæla þau síðan niður í kæli 3-5 mínútur eða þar til að súkkulaðið hættir að glansa. Passið að pensla ekki súkkulaðið niður fyrir brúnina á blaðinu því þá er ekki hægt að losa það frá án þess að það brotni í sundur.

Losið súkkulaðiblöðin varleg frá mjórri endanum á laufblaðinu og þá er komin afsteyta til að skreyta með. Það er hægt að nota sama rósablaðið mörgum sinnum til að steypa eftir. Ef lauflaðið er stórt er betra að pensla það tvisar sinnum með bráðnum súkkulaði. Ef það er notað hvítt súkkulaði er einnig betra að pensla tvisar sinnum til að þekja betur laufið.

SJÁ ÖLL UPPSKRIFT