
Súkkulaðimöndlutoppar
Innihald
160g afhýddar möndlur
300g Konsum hvítir súkkulaðidropar
125g Síríus rjómasúkkulaði
125g Síríus Konsum suðusúkkulaði
Leiðbeiningar
Skerið hverja möndlu um sig í nokkra bita langsum. Skiptið þeim í þrjá jafna hluta. Bræðið hverja súkkulaðitegund fyrir sig yfir vatnsbaði. Veltið möndlunum upp úr súkkulaðinu, setjið litlar hrúgur með teskeið á smjörpappír og látið storkna.