recipe pic

Súkkulaðispesíur

Innihald

500 g hveiti
150 g flórsykur
400 g smjör, kælt
150 g Síríus Konsum Orange súkkulaði

Leiðbeiningar

Blandið flórsykri og hveiti saman í skál. Skerið smjörið í litla bita og myljið það saman við. Saxið að lokum súkkulaðið fremur fínt og blandið því saman við. Hnoðið deigið gætilega saman með höndunum. Mótið það í 3–4 lengjur, vefjið þær í plast eða bökunarpappír og geymið þær í kæli, helst yfir nótt. Hitið þá ofninn í 180°C. Skerið lengjurnar í sneiðar og raðið þeim á pappírsklædda bökunarplötu. Bakið spesíurnar efst í ofni í 6–8 mínútur.

SJÁ ÖLL UPPSKRIFT