recipe pic

Vatnsdeigsbollur

Innihald

250 ml vatn
75 g smjör
2 tsk sykur
örlítið af salti
125 g hveiti
2 tsk lyftiduft
3 stór egg


Súkkulaðihjúpur á toppinn:
100 g Síríus Konsum 70% súkkulaði
1 msk rjómi

Leiðbeiningar

Setja vatn og smjör ásamt sykri í pott og láta suðuna koma upp. Takið pottinn af hitanum. Setjið hveiti og lyftiduft út í pottinn og hrærið hraustlega í með sleif þar til myndast hefur slétt og samfellt deig. Hrærið síðan eggjunum saman við einu í einu, hrærið vel á milli. Klæðið bökunarplötu með smjörpappír og setjið 1 msk af deigi á plötuna fyrir hverja stóra bollu. Bakið í ofni í u.þ.b. 35 mínútur við 190°C.Varist að opna ofninn fyrr en vel er liðið á baksturstímann. Takið eina bollu úr ofninum og látið standa í smá stund. Ef hún fellur þarf að baka bollurnar í 3-4 mínútur til viðbótar. Ef þið viljið hafa bollurnar litlar þarf að stytta baksturstíman niður í 20 mínútur.Súkkulaðihjúpur á toppinn

Bræðið súkkulaðið í litlum potti ásamt rjómanum. Skerið bollurnar í tvennt og dýfið toppnum ofan í bráðið súkkulaðið. Látið súkkulaðið harðna áður en bollurnar eru fylltar með súkkulaðikreminu og þeytta rjómanum.

SJÁ ÖLL UPPSKRIFT