recipe pic

Funheitt snjóhvítt súkkulaði

Innihald

Fyrir 4
850 ml mjólk
150 ml rjómi
150 g hvítt Síríus Konsum súkkulaði
í dropum

150 ml rjómi, þeyttur
Nóa Bismark brjóstsykur, mulinn
4 jarðarber

Leiðbeiningar

Hitið mjólkina og rjómann að suðu og bætið hvíta súkkulaðinu saman við. Hrærið í þar til súkkulaðið hefur bráðnað saman við mjólkina.

Hellið í 4 stórar könnur og skreytið með þeyttum rjóma, muldum piparmyntubrjóstsykri og jarðarberjum.

SJÁ ÖLL UPPSKRIFT