recipe pic

Heitt kókóssúkkulaði

Innihald

Fyrir 4:


600 ml mjólk
400 ml kókósmjólk (1 dós)
150 g Síríus Konsum súkkulaði

150 ml rjómi, þeyttur
2 msk. kókósmjöl

Leiðbeiningar

Hitið mjólkina að suðu. Brjótið súkkulaðið í bita og bætið út í. Takið af hitanum og hrærið í þar til að súkkulaðið hefur bráðnað saman við mjólkina. Bætið kókósmjólkinni út í.

Hellið súkkulaðinu í 4 stóra bolla og skreytið með kókósmjöli.

SJÁ ÖLL UPPSKRIFT