recipe pic

All bran eplaleikur

Innihald

180 g All-Bran, mulið í matvinnsluvél
100 g sykur
50 g smjör
150 g rifið Síríus Konsum suðusúkkulaði
4-5 súrsæt epli (t.d. Jonagold)
1/2 dl vatn
1 dl sykur
4 msk. rifsberjahlaup
3 dl rjómi

Leiðbeiningar

Blandið saman All-Bran og sykri. Bræðið smjörið á djúpri pönnu og ristið blönduna í smjörinu - hrærið vel í á meðan. Takið pönnuna af hitanum og látið mesta hitann rjúka úr blöndunni. Bætið súkkulaðinu saman við og hrærið. Flysjið eplin og skerið þau í báta. Sjóðið saman vatn og sykur þar til sykurinn hefur bráðnað. Setjið eplin út í og hrærið þar til þau fara að mýkjast. Kælið eplin í sykurleginum. Stráið 1/3 af All-Bran blöndunni á botninn á glærri skál. Setjið 1/3 af eplunum yfir. Setjið rifsberjahlaup hér og þar yfir eplin. Þeytið rjómann og smyrjið þriðjungi af honum yfir. Endurtakið þetta og endið á rjóma. Skreytið með rifnu súkkulaði og rifsberjahlaupi. Geymið í kæli fram að framreiðslu. Þessi eftirréttur er bestur eftir að hafa staðið í kæli í 1-2 tíma.

SJÁ ÖLL UPPSKRIFT