recipe pic

Bailey´s trufflur

Innihald

1/2 dl Bailey´s líkjör
3/4 dl Rjómi
250 g Síríus Konsum Súkkulaði
Konsum kakó

Leiðbeiningar

Setjið Bailey´s og rjóma í pott og hitið að suðu. Saxið á meðan súkkulaðið smátt og setjið í skál. Takið svo pottinn af hitanum og hellið blöndunni yfir súkkulaðið. Látið standa í 1 mínútu.
Hrærið þar til súkkulaðið er bráðið og blandan orðin samfelld og slétt. Geymið trufflublönduna í kæliskáp í 2 klukkustundir eða yfir nótt, eða þar til hún hefur stífnað.
Takið um það bil teskeið af massanum og mótið í kúlu. Veltið kúlunni upp úr sigtuðu kakói og setjið hana á plötu sem hefur verið klædd með bökunarpappír. Endurtakið þar til blandan er uppurinn. Geymið trufflunar í kæli og verið þær fram kaldar.

SJÁ ÖLL UPPSKRIFT