recipe pic

Bakaðar perur og bananar með súkkulaðimylsnu

Innihald

Mylsnan ofan á:
100g smjör
100g hveiti
60 g möndlur, malaðar
100g sykur
2 msk. Konsum kakó
1 tsk. engiferduft
100 g Síríus Konsum súkkulaðidropar eða grófsaxað 56% Síríus Konsum súkkulaði

Ávextir:
4 perur
2 bananar
25 g sultað engifer

Leiðbeiningar

Blandið öllu sem fara á í mylsnuna vel saman og hnoðið í kúlu. Vefjið plastfilmu þétt utan um og kælið í ísskáp í að minnsta kosti 30 mínútur. Þetta má líka gera daginn áður og geyma deigið yfir nótt.
Hitið ofninn í 180°C. Afhýðið perurnar og bananana og skerið í litla bita. Fínsaxið sultaða engiferið. Setjið ávextina ásamt engiferinu í eldfast mót.
Myljið daigið yfir ávextina og bakið í 35-40 mínútur. Berið fram heitt með súkkulaðiís.

SJÁ ÖLL UPPSKRIFT