recipe pic

Bolluturn

Innihald

2 1/2 dl vatn
125 g smjörlíki
125 g hveiti
4 egg
Fylling:
1/2 l rjómi
sulta, ávextir eða annað

Sósa:
1 1/2 dl vatn
2 msk. Nóa Konsum kakó
2 msk. sykur
100 g Síríus suðusúkkulaði (konsum)
1/4 tsk. salt

Leiðbeiningar

Bollur: Setjið vatnið og smjörlíkið í pott og hitið þar til smjörlíkið er bráðið. Bætið hveitinu út í og hrærið þar til deigið losnar frá botninum. Setjið deigið í skál og kælið smávegis. Setjið eggin saman við, eitt í einu, og hrærið vel á milli. Setjið deigið með skeið á bökunarplötu. Bakið við 200°C í 20-30 mín. Ekki opna ofninn fyrstu 10 mín. (U.þ.b. 35 bollur eða 2 turnar) Fylling: Setjið rjómann og það sem hugurinn girnist inn í bollurnar og raðið þeim upp í turn. Hellið volgri sósunni yfir Sósa: Setjið öll hráefnin í pott og hitið við vægan hita í u.þ.b. 5 mín.

SJÁ ÖLL UPPSKRIFT