recipe pic

Crème Anglaise

Innihald

1 vanillustöng, klofin eftir endilöngu
3 dl mjólk
1 msk. sykur
2 eggjarauður
2 msk. koníak (má sleppa)

Leiðbeiningar

Setjið klofnu vanillustöngina, mjólk og sykur í pott og hitið að suðu. Takið pottinn af hellunni og látið standa í 15 mínútur. Veiðið þá vanillustöngina upp úr mjólkurblöndunni.
Þeytið eggja rauðurnar í skál. Hellið vanillumjólkinni saman við og þeytið mjög vel á meðan. Hellið blöndunni aftur í pottinn og hrærið á á meðan hún er hituð við hægan hita. Hrærið þar til blandan byrjar að þykkna.
Hellið blöndunni í kalda skál og hrærið sman við (ef það er notað). Breiðið plastfilmu yfir skálina og kælið.

Súkkulaði-Tilbrigði: Hrærið 30-50 g af rifnu Síríus Konsum 70% súkkulaði saman við mjólkurblönduna þegar hún fer að þykkna. Hrærið súkkulaðilíkjör saman við lokin í staðinn fyrir koníak

Kaffi-tilbrigði: Hrærið 1 matskeið af góður, nýmöluðu kaffi saman við mjólkina þegar hún er hituð með vanillustönginni og sykrinum. Hellið henni gegnum sigti áður en henni er þeytt saman við eggin.

SJÁ ÖLL UPPSKRIFT