recipe pic

Dökkar súkkulaðimúffur með kaffikremi

Innihald

125 g smjör, mjúkt
165 g sykur
2 egg
190 g hveiti
1 tsk. lyftiduft
2 msk. Konsum kakó
1 1/4 dl mjólk
100 g Síríus Konsum 56% súkkulaði, brætt

Kaffikrem:
110 g sykur
3msk. sterkt kaffi
1 stór eggjahvíta
Konsum kakó, til skrauts

Leiðbeiningar

Hitið ofninn í 160°. Þeytið smjör og sykur saman í skál þar til blandan er ljós og kremkennd. Bætið eggjunum út í, fyrst öðru, svo hinu, og hrærið vel í á milli.
Sigtið hveiti, lyftiduft og kakó yfir og hrærið vel saman við ásamt mjólk og bræddu súkkulaði. Hrærið þar til deigið er slétt og samfellt.
Klæðið múffumót með pappírsformum og skiptið deiginu í formin. Bakið í 10-12 mínútur og leyfið múffunum að kólna á kökugrind.

Hitið sykur og kaffi saman í potti. Hrærið í öðru hverju þar til sykurinn er uppleystur. Hitið bönduna að suðu, lækkið hitann og látið malla í 3 mínútur.
Þeytið eggjahvítuna í skál þar til hún er hvít og stíf. Hellið sykurblöndunni sman við smátt og smátt og hrærið vel í á meðan. Jafnið kreminu svo yfir múffurnar. Sigtið dálítið yfir til skrauts.

SJÁ ÖLL UPPSKRIFT