recipe pic

Dökkur súkkulaðiís

Innihald

4 eggjarauður
120 g sykur
50 g Konsum kakó
4 dl mjólk
100 g Síríus Konsum 70% súkkulaði, saxað
2 msk. vatn

Leiðbeiningar

Þeytið eggjarauður og 100 g af sykri saman í skál. Bætið kakóinu út í og hrlrið allt mjög vel sman.
Hitið mjólkina að suðu. Hellið henni út í eggjablönduna og hrærið stöðugt í á meðan. Hellið blöndunni í pott og látið hana malla í um 5 mínútur eða þar til hún fer að þykkna. Hrærið stöðugt í á meðan.
Hellið blöndunni yfir súkkulaðið og hrærið stöðugt í þar til súkkulaðið hefur bráðnað og blandan orðin slétt og samfelld.
Setjið 20 g af sykri og 2 msk. af vatni í pott og hitið þar til sykruinn er uppleystur. Látið sykurlöginn sjóða við háan hita, hrærið ekki í en veltið pottinum til og frá þar til lögurinn er farinn að brúnast. Hellið honum þá saman við eggjablönduna og hrærið stöðugt í á meðan. Látið kólna í ísskáp yfir nótt.
Setjið ísblönduna sví ísvél og látið vélina vinna samkvæmt leiðbeiningum eða setjið ísinn í plastílát og síðan frysti. Ef ekki er notuð ísvél er gott að hræra nokkrum sinnum í ísnum á meðan hann er að frjósa.

SJÁ ÖLL UPPSKRIFT