recipe pic

Eftirlæti Óla Konungs

Innihald

Skálar:

200 g Síríus Konsum súkkulaði

Fromage til fyllingar:

6 bl. matarlím

4 egg

4 msk. sykur

4 dl rjómi

2 tsk. vanillusykur

Ferskir ávextir

Leiðbeiningar

Skálar: Bræðið Síríus suðusúkkulaðið í vatnsbaði. Þekið kökumót með álpappír eða finnið desertskálar sem þið ætlið að bera réttinn fram í. Penslið pappírinn með bræddu smjöri en skálina þarf ekki að pensla. Hellið súkkulaðinu í formið, þekið botn og hliðar og látið storkna í ísskáp. Takið pappírinn utan af súkkulaðinu. Fromage til fyllingar: Leggið matarlímið í bleyti. Þeytið egg og sykur saman þar til það er létt og ljóst. Þeytið rjómann og setjið vanillusykurinn í hann. Hrærið rjómanum út í eggjahræruna. Bræðið matarlímið, kælið það og blandið því varlega saman við. Setjið brytjaða ávextina í formið og hellið yfir. Kælið.

SJÁ ÖLL UPPSKRIFT