recipe pic

Ekta frönsk súkkulaðikaka

Innihald

450 g Síríus Konsum 56% súkkulaði
250 g smjör
6 egg
100 g hveiti

Leiðbeiningar

Hitið ofninn í 220°. Bræðið súkkulaði og smjör saman í potti við vægan hita. Þeytið eggin þar til þau verða létt og ljós og hrærið súkkulaðiblönduna vel saman við.
Sigtið hveitið út í og blandið varlega saman við með sleikju þar til deigið er orðið slétt og samfellt. Smyrjið 24 cm smelluform og setjið bökunarpappír á botninn á því. Hellið deiginu í formið og bakið í 5 mínútur. Setjið þá álpappír yfir formið og bakið áfram í 10-12 mínútur.
Leyfið kökunnu að kólna í forminu í að minnsta kosti 2 klukkustundir áður en hún er borin fram með vanilluís eða þeyttum rjóma.

SJÁ ÖLL UPPSKRIFT