recipe pic

Glassúr til að skreyta kökurnar

Innihald

4 eggjahvítur úr meðalstórum eggjum
900 g flórsykur

matarlitir

Leiðbeiningar

Léttþeytið eggjahvíturnar í hrærivél. Slökkvið á hrærivélinni og bætið flórsykrinum út í. Kveikið aftur á hrærivélinni en hafið hraðann mjög lítinn svo að flórsykurinn þyrlist ekki upp. Skiptið glassúrnum upp í jafnmargar skálar og litirnir eiga að vera. Blandið matarlitunum saman við glassúrinn og leggið plastfilmu yfir til að hann þorni ekki upp. Glassúrinn verður að nota samdægurs.

Þegar kökurnar eru skreyttar með glassúrnum er gott að búa til lítinn sprautupoka, t.d úr smjörpappír sem er rúllað upp eins og kramarhúsi. Klippið örlítið af horninu til að hægt sé að sprauta glassúrnum út. Einnig er hægt að nota litla brúsa með stút og/eða sprautupoka með litlum og mjóum sprautustútum, eða bjarga sér með penslum og/eða tannstönglum.

Ef ykkur finnst glassúrinn of þykkur má þynna hann með örlitlu vatni.

SJÁ ÖLL UPPSKRIFT