recipe pic

Eldheitt súkkulaði

Innihald

200 g Síríus Konsum 70% súkkulaði, saxað
2 dl vatn, sjóðandi heitt
6 dl mjólk
8 negulnaglar
4 kanilstangir
ögn af cayenne-pipar
1/2 dl sykur
1 dl rjómi
1 tsk. vanilludropar

Leiðbeiningar

Setjið Súkkulaði og vatn í skál og látið standa í 5 mínútur. Hrærið í þar til súkkulaðið leysist upp.
Setjið mjólk, negulnagla, kanilstangir og cayenne-pipar í pott og hitið að suðu. Þeytið brætt súkkulaðið sman við mjólkurblönduna með písk.
Bætið sykrinum út í og hitið að suðu. Látið malla við hægan hita í 5 mínútur. Takið negulnaglana og kanilstangirnar upp úr, skolið kanilstangirnar og notið þær til að skreyta drykkinn með þegar hann er borinn fram. Bætið rjómanum út í ásamt vanilludropum og hitið að suðu.

Cayenne-rjómi:

Blandið öllu saman í skál og þeytið þar til rjóminn fer að þykkna. Setjið rjómann ofan á súkkulaðið, skreytið með kanilstöng og berið fram strax.

SJÁ ÖLL UPPSKRIFT