recipe pic

Eplaveisla

Innihald

100g makkarónukökur

4msk portvín eða eplasafi

6-8 epli Safi úr sítrónu

3 egg

5 msk. Hrásykur eða strásykur

1tsk vanilludropar

2dl muldir Nóa kropp

1dl saxaðar möndlur eða hesilhnetur

Vanillusósa

1dl sýrður rjómi

2dl þeyttur rjómi

1tsk vanillusykur

Blandið saman sýrða rjómanum, þeytta rjómanum og vanillusykrinum og berið fram með kökunni.

Leiðbeiningar

Myljið makkarónukökurnar og dreifið þeim á botninn á eldföstu formi. Dreyopið portvíninu eða eplasafanum yfir. Flysjið eplin, skerið þau í bita og dreifið bitunum yfir makkarónukökurnar. Kreistið sítrónusafann yfir eplin. Þeytið saman egginn og sykurinn, bætið vanilludropunum út í og hellið eggjamassanum yfir eplin. Blandið saman kókosbitamylsnunni og möndlunum og dreifið yfir kökuna. Bakið við 180 gráður í 30 mínútur.

SJÁ ÖLL UPPSKRIFT