recipe pic

Fylltar súkkulaði hjúpaðar perur

Innihald

6 perur

Fylling:

1 1/2 bolli sykur

1 kanilstöng

6 negulnaglar

1/2 vanillustöng rifinn börkur af einni sítrónu

2 1/2 dl vatn

1/2 bolli þurrkaðar apríkósur, saxaðar

1/2 bolli rúsínur

1/2 bolli valhnetur, saxaðar

Súkkulaðihjúpur:

350 g Síríus Konsum suðusúkkulaði

3 msk. smjör

Leiðbeiningar

Flysjið perurnar og fjarlægið kjarnann inna úr með sívölum eplahníf en skiljið efsta hlutann (toppinn og stilkinn) eftir. Geymið kjarnann þar til síðar. Fylling: Blandið saman sykri, kanilstöng , negulnöglum, vanillustöng, sítrónuberki og vatni í víðum potti. Látið suðuna koma upp og sjóðið í 10 mínútur. Setjið perurnar í sykurlöginn, standandi á þykkari endanum, og sjóðið í 10 mínútur eða þar til þær eru farnar að mýkjast. Takið pottinn af hitanum og leggið perurnar varlega á hliðina, látið kólna í sykurleginum og veltið þeim til öðru hverju á meðan. Blandið saman söxuðum apríkósum og rúsínum í skál. Síið sykurlöginn, dreypið u.þ.b. 1 bolla af leginum yfir ávextina og látið standa í klukkustund. Sigtið vökvann frá og bætið valhnetum út í. Setjið ávaxtayfllinguna í holuna á perunum og setjið endann af botnstilkunum í gatið til að fyrir. Leggið perurnar á rist og hjúpið með súkkulaði. Súkkulaðihjúpur: Bærðið súkkulaðið og smjörið saman í skál í vatnsbaði. Hellið súkkulaðihjúpnum yfir kaldar perurnar. Takið perurnar upp með spaða og leggið á eftirréttardiska. Gott er að bera þeyttan rjóma með perunum og rífa e.t.v. smá stítrónubörk yir rjómann.

SJÁ ÖLL UPPSKRIFT