recipe pic

Heitur súkkulaði-myntudrykkur

Innihald

100 g Síríus Konsum suðusúkkulaði

5 dl mjólk

2 dl matreiðslurjómi

1 stk. Pralín piparmyntu súkkulaði

Þeyttur rjómi

Leiðbeiningar

Brytjið Síríus Konsum súkkulaðið í pott og hellið mjólkinni yfir. Hitið við vægan hita að suðumarki og hrærið vel í á meðan. Bætið matreiðlsrjómanum og Pralín súkkulaðinu út í og hrærið þar til súkkulaðið hefur bráðnað. Hellið drykknum í glös og setjið rjómatopp efst.

SJÁ ÖLL UPPSKRIFT