recipe pic

Mascarpone-turnar

Innihald

Botn:

4 sneiðar seytt rúgbrauð

50g Síríus 70% súkkulaði, saxað

1msk smjör

2 msk púðursykur eða hrásykur

1-2msk vatn

Fylling:

1/2dl rjómi

100g hvítt Síríus Konsum súkkulaði í dropum

200g mascarpone-ostur

2 matarlímsblöð

2msk appelsínusafi eða líkjör eftir smekk (má sleppa)

Leiðbeiningar

Myljið rúgbrauðið í matvinnsluvél þar til það verður að grófkornóttri mylsnu, rífið eða saxið súkkulaðið saman við rúgbrauðið. Bræðið smjörið á pönnu, bætið sykrinum út í og hrærið þar til sykurinn hefur bráðnað. Setjið vatnið út í og látið suðuna koma upp. Blandið sykurblöndunni út í rúgbrauðsbökuform sem klætt hefur verið með bökunarpappír, einnig má skipta blöndunni á milli 4-6 lítilla forma. Kælið botninn á meðan fyllingin er útbúin. Hitið rjómann, brytjið súkkulaðið út í og hrærið þar til það bráðnar. Þeytið ostinn í hrærivél og hellið súkkulaðiblöndunni smátt og smátt út í. Mýkið matarlímið í köldu vatni og bræðið það síðan í vatnsbaði eða í örbylgjuofni. Hellið matarlíminu varlega saman við og hrærið vel í blöndunni. Bragðbætið með ávaxtasafa eða líkjör eftir smekk og hellið blöndunni yfir rúgbrauðsbotninn. Setjið það sem eftir er af rúgbrauðsblöndunni yfir fyllinguna. Sléttið yfirborðið og látið stífna í kæli. Berið fram með ávaxtasósu.

SJÁ ÖLL UPPSKRIFT