recipe pic

Músin sem læðist

Innihald

1/2 dl rjómi

200 g Síríus suðusúkkulaði (konsum)

1 tsk. vanilludropar

5 matarlímsblöð

8 eggjahvítur

110 g sykur

Leiðbeiningar

Leysið upp matarlímið. Hitið rjómann að suðu og hellið yfir saxað Síríus suðusúkkulaðið. Þeytið eggjahvíturnar og hellið sykrinum rólega út í og látið hann leysast upp. Hellið svo matarlíminu og eggjahvítunum út í súkkulaðihræruna og blandið varlega saman með sleikju. Setjið annað hvort í stóra skál eða glös fyrir hvern. Berið fram með þeyttum rjóma og súkkulaðikurli. Hugmynd: Það er líka gott að setja saman við þessa saxað súkkulaði, jafnvel kattartungur.

SJÁ ÖLL UPPSKRIFT