recipe pic

Panna cotta með berjasósu

Innihald

3 dl rjómi

1 3/4dl mjólk

150g Konsum hvítir súkkulaðidropar

3msk sykur

3 matarlímsblöð

1msk heitt vatn

Leiðbeiningar

Setjið rjómann, mjólkina, súkkulaðið og sykurinn í pott og hitið við frekar lágan hita þar til allt hefur bráðnað. Mýkið matarlímsblöðin í köldu vatni. Kreistið mesta vatnið úr þeim og leggið í skál ásamt heita vatninu. Hitið og bræðið matarlímsblöðin yfir vatnsbaði eða í örbylgjuofni. Blandið matarlíminu út í súkkulaðimassann og hellið honum síðan í sex litlar, smurðar (með olíu) glerskálar. Má einnig nota bolla eða lítil glös. Geymið í kæli fram að framreiðslu. Losið frauðið úr formunum með því að dýfa botninum örsnöggt í heitt vatn. Berið fram með berjasósu eða passíusósu sem hægt er að finna í uppskriftum okkar hér á síðunni.

SJÁ ÖLL UPPSKRIFT