recipe pic

Hvítt súkkulaðikrem til skreytingar

Innihald

250 g hvítt Síríus Konsum súkkulaði í dropum
125 g smjör
3 stór egg, léttþeytt


matarlitir af eigin vali

Leiðbeiningar

Bræðið saman súkkulaði og smjör við vægan hita yfir vatnsbaði. Takið blönduna af hitanum og þeytið eggin smátt og smátt út í. Setjið kremið aftur yfir vatnsbaðið og þeytið þar til það byrjar að þykkna. Takið það þá af hitanum og látið kólna. Ef á að lita kremið er best að skipta því upp í jafn marga hluta og litirnir eiga að vera. Bætið 1-2 litadropum við og hrærið vel saman við kremið til að sjá styrkleikann í litnum. Þegar kremið er orðið kalt er það hrært upp, sett í sprautupoka og sprautað yfir kökurnar.

Með því að setja munstraða sprautustúta á sprautupoka er hægt að búa til mismunandi áferð og mynstur til að skreyta kökurnar með. Til dæmis er hægt að sprauta rós með súkkulaðikreminu með sérstökum rósastút en það er flatur stútur sem breikkar aðeins í annan endann. Þegar rósin er búin til er breiðari endinn látinn snúa niður og byrjað er að sprauta út frá miðju og endað út við kant. Einnig er hægt að ýta súkkulaðikreminu í sprautupokanum til hliða þar sem mjórri endinn á stútnum er og setja nokkra dropa af matarlit niður með kreminu. Við það litast blaðendarnir á rósinni sem gefur henni raunverulegt útlit.

SJÁ ÖLL UPPSKRIFT