recipe pic

Perur með súkkulaði og ís

Innihald

4 perur

1l vatn

2 dl sykur

2-3 sneiðar af sítrónu

Sósa:

2 dl rjómi

1 dl Konsum kakó

1 dl hunang

Leiðbeiningar

Sjóðið vatn með sykri og sítrónu í u.þ.b. 10 mín. Afhýðið perurnar og setjið þær ofan í. Sjóðið þar til perurnar eru mjúkar. Snúið perunum við af og til og ausið sykurleginum yfir þær. Takið perurnar upp úr og látið renna af þeim. Sósa: Setjið rjóma, kakó og hunang í pott, hrærið vel saman og hitið í 2 mín. Berið fram með góðum ís.

SJÁ ÖLL UPPSKRIFT