recipe pic

Súkkulaði sorbet með glóðsteiktum ananas

Innihald

5 dl vatn

200 g sykur

250 g Síríus Konsum suðusúkkulaði

1 ferskur ananas

Leiðbeiningar

Setjið vatnið og sykurinn í pott og látið suðuna koma upp. Sjóðið og hrærið vel þar til sykurinn hefur bráðnað. Kælið að stofuhita. Brytjið súkkulaðið í skál og leggið skálina yfir pott með vatni. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaðinu og hellið því síðan saman við sykursírópið. Setjið blönduna í ísvél eða beint í form og frystið. Hrærið í forminu á klukkustundar fresti fyrstu tvo til þrjá tímana á meðan ísinn er að frjósa. Skerið ananasinn í 1 sm þykkar sneiðar og glóðarsteikið hann á útigrill eða grillpönnu. Berið súkkulaðisorbetið fram með volgum ananasnum.

SJÁ ÖLL UPPSKRIFT