recipe pic

Súkkulaðiappelsínumús

Innihald

300 g Síríus Konsum Orange
40 g flórsykur
rifinn börkur af einni appelsínu
6-8 dl rjómi
½ dl Grand Marnier eða appelsínusafi
granatepli eða annað til skreytingar

Leiðbeiningar

Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði og hrærið flórsykurinn saman við ásamt rifna appelsínuberkinum. Stífþeytið rjómann og blandið líkjörnum varlega saman við. Blandið þessu síðan varlega með sleif saman við súkkulaðimassann. Setjið í glös eða skálar og látið stífna í 2 til 3 tíma. Skreytið t.d. með granateplafræjum.

SJÁ ÖLL UPPSKRIFT