recipe pic

Súkkulaðifrauð (súkkulaðisoufflé)

Innihald

125 g Síríus 70% súkkulaði
1½ dl rjómi
korn úr ½ vanillustöng
3 eggjarauður
5 eggjahvítur
30 g sykur
1 tsk sítrónusafi

Leiðbeiningar

Smyrjið 4 eldfastar skálar, 5-6 cm djúpar og 8 cm í þvermál, með smjöri og stráið sykri í þær. Hitið ofninn í 175°C. Brjótið súkkulaðið í bita. Hitið rjómann gætilega og bræðið súkkulaðið í honum. Hrærið í með sleikju þar til kominn er mjúkur massi. Setjið kornin úr vanillustönginni saman við súkkulaðimassann. Hrærið eggjarauðurnar saman við, eina í senn. Stífþeytið eggjahvítur og sykur ásamt sítrónusafanum. Setjið ¼ af eggjahvítumassanum saman við súkkulaðið og blandið síðan súkkulaðimassanum rólega saman við afganginn af eggjahvítunum. Blandan á að vera létt og loftkennd. Setjið hana í eldföstu skálarnar og bakið í 9 til 12 mínútur.
Eftir þessum rétti þarf gesturinn að bíða vegna þess að hann er borinn fram um leið og hann er bakaður. Gott er að bera ís fram með souffléinu.

SJÁ ÖLL UPPSKRIFT