recipe pic

Súkkulaðipönnukökur

Innihald

2 dl hveiti smá salt

2 msk. flórsykur

1 msk. kaffiduft

2 egg

1 msk. Konsum kakóduft

2 1/2 dl mjólk

1 msk. maísolía

Sósa:

175 g Síríus suðusúkkulaði (konsum)

1/2 dl vatn

1 tsk. kaffiduft

125 g sykur

Rommrjómi:

3 dl rjómi (þeyttur)

2 msk. romm

Leiðbeiningar

Hrærið saman egg og mjólk, sigtið öll þurrefnin saman og bætið þeim rólega út í svo ekki myndist kekkir. Setjið olíuna saman við. Þegar búið er að baka pönnukökurnar eru þær kældar örlítið, þeim síðan rúllað upp með rommrjóma eða bara þeyttum rjóma. Sósa: Bræðið suðusúkkulaði og kaffiduft saman ásamt 2 msk. af vatni (auka). Setjið svo vatnið og sykurinn út í. Þetta er látið krauma í 10 mín. og síðan kælt. Raðið pönnukökunum á bakka og hellið sósunni yfir.

SJÁ ÖLL UPPSKRIFT