recipe pic

Súkkulaðiskelin hennar

Innihald

Botnar:

140 g sykur

5 egg

80 g hveiti

35 g kartöflumjöl

2/3 tsk natron

20g Nóa konsum kakó

Búðingur:

2 eggjarauður

2 msk. sykur

5 matarlímsblöð

U.þ.b. 200 g ber, t.d. bláber, sólber, hindber eða jarðarber

1 msk. sykur

1 tsk. sítrónudropar

100 g Síríus rjómasúkkulaði, saxað

1/4 l rjómi, þeyttur

Hjúpur:

Marsipan

200 g Síríus rjómasúkkulaði

20 g smjör

Leiðbeiningar

Þeytið egg og sykur vel í u.þ.b. 15 mín. Sigtið þurrefnin út í. Blandið þeim varlega saman við með sleikju. Gerið 2 hringi á smjörpappír u.þ.b. 25 cm og smyrjið deigið út eða bakið í 2 formum. Bakið við 220-230°C í 8-10 mín. Leysið upp matarlímið. Setjið 2/3 af berjunum í matvinnsluvél og maukið, setjið sykurinn og sítrónudropana saman við. Setjið matarlímið saman við. Þeytið vel saman eggjarauður og sykur. Blandið svo eggjahrærunni saman við berjamaukið. Setjið þetta saman við 2/3 af þeytta rjómanum. Skerið afganginn af berjunum, en þau fara síðan út í rjómann. Setjið annan botninn á disk. Setjið búðinginn á, mest á miðjuna, leggið síðan hinn botninn yfir þannig að myndist hálfkúla. Kælið eða frystið. Smyrjið afgangnum af þeytta rjómanum yfir botninn og þekið með marsipani. Bræðið súkkulaðið og smjörið og penslið yfir marsipanið nokkrar umferðir, látið kólna á milli. Skreytið með afgangnum af marsipaninu.

SJÁ ÖLL UPPSKRIFT