recipe pic

Hvítur súkkulaðihjúpur

Innihald

500 g hvítt Síríus Konsum súkkulaði í dropum
100 g glúkósasíróp
75 ml hjúpsíróp

matarlitir til að lita súkkulaðið
flórsykur

kartöflumjöl

Hjúpsíróp:

65 ml vatn
35 g sykur
20 g glúkósa síróp

Hitið saman í litlum potti að suðu og kælið niður.

Leiðbeiningar

Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði. Hitið saman hjúpsíróp og glúkósasíróp þar til það verður ylvolgt. Hrærið síðan volgt sírópið saman við súkkulaðið.

Ef þið ætlið að lita súkkulaðið er liturinn settur saman við sírópið áður en því er blandað saman við súkkulaðið.

Setjið hjúpinn í plastpoka og kælið yfir nótt í kæliskáp.

Hnoðið deigið á borðplötu stráðri flórsykri. Fletjið deigið út og skerið út og formið fígúrur að vild eða notið það til að heilhjúpa kökur.

ATH. hvíti súkkulaðihjúpurinn hefur lægra bræðslustig en sá dökki og þarf því að nota ríflega af flórsykrinum til að vinna með hjúpinn þegar hann kemst í snertingu við heitar hendurnar. Einnig er hentugt að nota kartöflumjöl til að móta hjúpinn þar sem mjölið klístrast síður við hendurnar við snertingu en flórsykurinn.

SJÁ ÖLL UPPSKRIFT