recipe pic

Súkkulaðiskonsur

Innihald

100 g Síríus Konsum suðusúkkulaði, grófsaxað
350 g hveiti (gæti þurft meira)
1½ tsk lyftiduft
½ tsk kardimommur, malaðar
(má sleppa)
1 msk sykur
1 tsk salt
2 msk olía eða bráðið smjörlíki
½ dl mjólk
1½ dl sýrður rjómi, 10%
1 egg

Leiðbeiningar

Hitið ofninn í 200°C. Blandið söxuðu súkkulaði, hveiti, lyftidufti, kardi-mommum, sykri og salti saman í skál. Þeytið olíu eða smjörlíki, mjólk, sýrðan rjóma og egg saman í annarri skál og blandið þessu saman við þurrefnin. Hnoðið deigið vel saman og bætið við meira hveiti ef þarf. Rúllið deigið í pylsu og skerið hana í 6 cm langa bita. Raðið þeim á pappírsklædda bökunarplötu og bakið kökurnar í 10–12 mínútur, eða þar til þær eru fallega gullinbrúnar.

SJÁ ÖLL UPPSKRIFT