recipe pic

Vanilluís

Innihald

1 vanillustöng
100 ml mjólk
5-6 eggjarauður
150 g sykur
400 ml rjómi

Leiðbeiningar

Skerið vanillustöngina í tvennt eftir endilöngu og skafið kornin úr henni. Setjið bæði korn og stöng í pott ásamt mjólkinni og hitið að suðu en látið mjólkina þó ekki sjóða.
Þeytið á meðan eggjarauður og sykur saman í skál. Hellið svo vanillumjólkinni rólega saman við eggjarauðurnar og hrlrið stöðugt í á meðan. Hellið öllu í pottinn aftur. Hafið hitannmjög vægan og hrærið stöðugt. Takið pottinn af hitanum þegar blandan fer að þykknaaðeins, hellið henni gegnum sigti í skál og látið kólna vel.
Léttþeytið rjómann og hrærið hann gætilega saman við ísblönduna. Hellið síðan blöndunni í ísvél og frystið. Ef ekki er notuð ísvél er ísinn frystur í formi og síðan tekinn út eftir hálftíma og hrært vel í. Svo er hann settur aftur í frysti í hálftíma og tekinn út og hrært í. Þetta þarf að endurtaka 3-4 sinnum.

SJÁ ÖLL UPPSKRIFT