recipe pic

Vetrardraumur

Innihald

Deig:
1 pk. frosið Fílódeig
4 msk. smjör, brætt
4 tsk. sykur
4 msk. muldar hnetur eða möndlur
4-5 dl brytjuð ber og ávextir eftir smekk
2 msk. hlynsíróp eða ávaxtasíróp flórsykur

Súkkulaðisósa:
1/2 dl matreiðslurjómi
2 msk. hlynsíróp
2 msk smjör
100 g Síríus Konsum suðusúkkulaði

Leiðbeiningar

Deig: Hitið ofninn í 180°C. Skiptið deiginu í fjóra þriggja laga bunka. Takið hvern bunka og penslið hverja örk með bræddu smjöri. Stráið sykri yfir smjörið og síðan nokkrum sinnum hnetumylsnu. Leggið aðra örk yfir, endurtakið þetta og leggið siðan þriðju örkina yfir. Þrýstið örkunum létt saman. Skerið ávextina á miðjuna á hverjum deigbunka og takið deigið upp í miðjunni eins og skjóðu eð poka. Hnýtið lauslega með sláturgarni eða tvinna og bakið neðst í ofninum í 10-15 mín. Stráið flórsykri yfir og berið skjóðurnar fram með súkkulaðisósu og ís eða léttþeyttum rjóma.

Sósa: Setjið rjómann, sírópið og smjörið í pott og hitið að suðumarki. Takið af hitanum og brytjið súkkulaðið út í. Hrærið þar til súkkulaðið bráðnar.

SJÁ ÖLL UPPSKRIFT