recipe pic

Flöskuís

Innihald

Ís:

3 egg

6 msk. flórsykur

1 tsk. vanillusykur

1/2 l rjómi

18 Nóa konfekt flöskur (eru seldar sér)

Karamellu-mokka íssósa:

1/2 bolli púðursykur

1/2 bolli síróp

3 msk. smjör

1 dl rjómi

1 tsk. skyndikaffi leyst upp í ögn af sjóðandi vatni

Leiðbeiningar

Ís: Þeytið eggjarauðurnar og flórsykurinn saman þar til það er ljóst og létt. Bætið vanillusykrinum út í. Þeytið eggjahvíturnar. Þeytið rjómann. Myljið flöskurnar í matvinnsluvél. Blandið öllu varlega saman. Frystið. Karamellu-mokka íssósa: Hitið púðursykurinn, sírópið og smjörið í potti og látið malla í 10-15 mín. Hrærið í á meðan. Takið af hellunni og setjið óþeyttan rjómann og skyndikaffið út í. Hrærið saman og berið sósuna fram volga með ísnum.

SJÁ ÖLL UPPSKRIFT