recipe pic

Jólaísbomba

Innihald

5 eggjarauður

3/4 bolli sykur

2 tsk. vanilludropar, líkjör eða romm

5 dl rjómi

100 g Nóa Rjómasúkkulaði með appelsínubragði, saxað

1/2 bolli sökuð, rauð kirsuber

1/2 bolli saxaðar apríkósur

1/2 bolli saxaðar döðlur

1 msk. rifinn appelsínubörkur

1 dl Nóa kropp

400 g Síríus Konsum suðusúkkulaði

Leiðbeiningar

Setjið eggjarauðurnar og sykurinn í hitaþolna glerskál. Setjið skálina yfir pott með sjóðandi vatni, varist þó að láta skálina snerta vatnið. Þeytið þar til blandan verður þykk og kremkennd og sykurinn hefur bráðnað. Takið skálina af hitanum. Stífþeytið rjómann, bætið vanilludropum út í og setjið saman við eggjablönduna með sleikju. Setjið helminginn af ísblöndunni í frostþolna skál eða plastform og frystið í 2 tima. Blandið appelsínuhnöppunum, ávöxtunum og Nóa kroppinu saman við hinn helminginn og setjið yfir ísinn í skálinni. Frystið í sólarhring. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði eða í örbylgjuofni. Hvolfið ísnum á bakka eða fat og hellið súkkulaðihjúpnum varlega yfir þegar hann hefur kólnað aðeins. Geymið ísinn í frysti fram að framleiðslu. Skreytið að vild.

SJÁ ÖLL UPPSKRIFT