recipe pic

Kropp ís

Innihald

Ís:

4 egg

2 1/2 dl sykur

1 tsk. vanillusykur

300 g rjómaostur

4 dl rjómi

Yfir:

Mulið Nóa Kropp

Leiðbeiningar

Ís: Þeytið eggjahvíturnar sér. Þeytið rjómann sér. Þeytið eggjarauðurnar og sykurinn saman, setjið vanillusykurinn út í ásamt mjúkum rjómaostinum og hrærið vel. Blandið þeyttum rjómanum og þeyttum hvítunum varlega saman við. Setjið í 26 sm klemmuform og frystið í a.m.k. sólarhring. Yfir: Myljið Hrísbitana og stráið yfir ísinn. Losið frá klemmuforminu og setjið á disk og látið standa við stofuhita í a.m.k. 15 mín. Skreytið með kíví eða jarðarberjum.

SJÁ ÖLL UPPSKRIFT