recipe pic

Mokkaís með trufflum

Innihald

Trufflur:

100 g Síríus 70% súkkulaði, brætt

60 g smjör, brætt

2 tsk. koníak eða líkjör (má sleppa)

2 msk. rjómi

3 msk. flórsykur

Ís:

1 msk. skyndikaffi

1 msk. heitt vatn

3 egg

1/2 bolli sykur

6 dl rjómi 2-3 msk.

Tia Maria eða Kahlúa líkjör

Súkkulaði-mokkasósa:

100 g Síríus rjómasúkkulaði, brætt

1/2 bolli rjómi 1 msk.

Tia Maria eða Kahlúa líkjör

Leiðbeiningar

Trufflur: Blandið bræddu súkkulaðinu og smjörinu saman í skál. Hrærið koníakinu, rjómanum og flórsykrinum saman við og geymið í kæli á meðan ísblandan er útbúin. Ís: Leysið kaffið upp í heitu vatni. Setjið eggin og sykurinn í glerskál yfir pott með vatni. Látið vatnið sjóða og haldið því á meðalhita. Þeytið eggin og sykurinn yfir vatnsbaðinu þar til blandan verður ljós og froðukennd. Léttþeytið rjómann, bætið líkjörnum og kaffinu út í og þeytið þar til rjóminn er stífþeyttur. Blandið eggjakreminu út í rjómann og frystið ísblönduna í 2-3 tíma. Takið ísinn út og þeytið hann í hrærivél þar til hann mýkist. Setjið 1/3 af ísnum í kúpt form eða skál sem þolir frost, mótið kringlóttar trufflur úr súkkulaðiblöndunni og leggið helminginn af þeim hér og þar í ísinn. Setjið ís yfir og bætið því sem eftir er af truflunum í ísinn. Setjið það sem eftir er af ísnum yfir og hyljið skálina með loki eða álfilmu. Frystið fram að framreiðslu. Berið fram með súkkulaði-mokkasósu. Súkkulaði-mokkasósa: Blandið öllu saman og berið fram með ísnum.

SJÁ ÖLL UPPSKRIFT