recipe pic

Ís með Nóa Kónga

Innihald

3 eggjarauður
1 egg
100 g sykur
½ l rjómi
12 stk. Nóa Kóngamolar

Leiðbeiningar

Þeytið eggjarauður, egg og sykur mjög vel saman. Þeytið rjómann og blandið honum gætilega saman við eggjablönduna. Brytjið lakkrísmolanna gróft niður og blandið þeim saman við. Setjið ísinn í frysti. Gott er að hræra nokkrum sinnum í blöndunni með gaffli á meðan hún er að frjósa. Berið ísinn fram t.d. með lakkrískúlusósu og ferskum berjum.
Lakkrískúlusósa:
300 g Nóa lakkrískúlur
2 dl rjómi
Setjið rjóma og lakkrískúlur í pott, hitið gætilega og hrærið þar til kúlurnar eru bráðnaðar.

SJÁ ÖLL UPPSKRIFT