recipe pic

Síríus hristingur

Innihald

1 l köld mjólk

6 msk. vanilluís

100 g Síríus pralín súkkulaði fyllt með karamellu eða piparmyntu, brætt

1 dl mjólk Rjómi, þeyttur

Síríus rjómasúkkulaði, brytjað.

Leiðbeiningar

Setjið súkkulaðið í pott, ásamt 1 dl af mjólk og bræðið saman við vægan hita. Setjið mjólkina og ísinn í matvinnsluvél og þeytið saman. Setjið súkkulaðibráðina útí og þeytið þar til blandan er orðin froðukennd og létt. Hellið blöndunni í háa bolla eða glös og skreytið með þeyttum rjóma og brytjuðu súkkulaði. Þetta er uppskrift að þunnum mjólkurhristingi. Ef áhugi er á að hafa hann þykkari er tilvalið að bæta við ísinn.

SJÁ ÖLL UPPSKRIFT